Sæl verið þið.

Á aðalfundinum var talað um að byrja að taka hjólastígamál fastari tökum og lagfæra gögnin. Við vildum nota OSM-vettvang en það voru hnökrar á foruminu hjá OSM þannig að við biðum aðeins með það.

Núna er komið svæði fyrir Ísland á OSM-forums og þar er ég búinn að pósta fyrsta pósti þar sem ég velti upp því sem við þurfum að vera að pæla í varðandi stíga sem eru merktir af Reykjavíkurborg sem hjólavænir stígar en eru það kannski ekki.

Þarna er ég einkum að hugsa um grindur sem loka fyrir þannig að það þarf að krækja fyrir, nokkuð sem sum hjól geta hugsanlega ekki náð (með eftirvagna í dragi eða liggjandi hjól til dæmis) eða þá að tröppur á leiðinni krefjast hugrekkis eða þess að stöðva og leiða eða bera hjól.

Endilega pælum í þessu og tökum svo til við að pæla í bicycle=yes þar sem við á.

https://forum.openstreetmap.org/viewtopic.php?id=56315


kveðja,
Jói / Stalfur


_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to