Sæll Svavar,

Það er ánægjulegt að sjá að Hafnarfjarðarbær hafi áhuga á þessu verkefni.
Helst af öllu viljum við auðvitað sjá að allt Landupplýsingakerfi
Hafnarfjarðar verið gert Public Domain, eða að minnstakosti nógu opið til að
við getum nýtt það í OSM.  Annars er bara að biðja um allt sem getur nýst
okkur s.s. miðlínur (eða útlínur), gatna, stíga og stétta.  Útlínur
bygginga, staðsetningar húsnúmera, útlínur bæjarfélagsins (þar með talið
strandlínan), almenningsgarðar, tré og runnar, annar gróður.  Loftnet og
annar fjarskiptabúnaður.  Það mætti þessvegna óska eftir upplýsingum eins og
skólplögnum, rafmagnsleiðslum, ljósleiðurum, heitu og köldu vatni og hverju
því fleiru sem er grafið í jörðina undir okkur (það þarf ekki að takmarka
gagnasöfnunina við það sem er teiknað á MAPNIK eða OSMARENDER kortin).

Eins væri hægt að biðja um aðgang að loftmyndum.  Það gæti verið að bænum
þætti auðveldara að gera loftmyndirnar public domain en vektor gögnin í
LUKR.

Í stuttu máli, því meira sem við fáum, því betra.

Á síðunni um Hafnarfjörð á Lýsigagnavefnum má fá ágætis hugmynd um hvaða
gögn bærinn á.  Þú getur haft hana til hliðsjónar.
http://landlysing.lmi.is/data/ig-o94.htm

Annars segi ég bara, gangi þér vel og við bíðum spennt eftir niðurstöðum af
fundinum.

Bestu kveðjur,
Þórir Már


2010/11/9 Svavar Kjarrval <sva...@kjarrval.is>

> Sælt fólk.
>
> Mun hitta einn hjá skipulags- og byggingasviði á morgun til að ræða nánari
> útfærslur á þessu. Þætti betra ef helstu hugmyndir kæmu fram í upphafi
> ferilsins í stað þess að það komi smátt og smátt, sérstaklega ef þeir eru
> nokkuð opnir fyrir þessu núna. Yrði nokkuð pirrandi fyrir þá ef ég kæmi
> alltaf reglulega og bæði um fleiri og fleiri tegundir af gögnum.
>
> Og aftur bið ég um tillögur að því sem ég ætti að biðja um umfram GPS hnit
> af vegum og stígum. Þá er hægt að athuga hvort bærinn búi yfir þessum
> upplýsingum og hvort það gæti verið með í endanlegu útfærslunni. Markmiðið
> verður að setja fram að upplýsingarnar verði public domain en til vara
> OSM-samhæft leyfi.
>
>
> Með kveðju / With regards,
> Svavar Kjarrval (sva...@kjarrval.is)
> s. 863-9900
>
>
> On 4.11.2010 13:35, Svavar Kjarrval wrote:
>
>> Vildi láta ykkur vita að erindið var tekið fyrir í skipulags- og
>> byggingarráði þann 2. nóvember með eftirfarandi bókun:
>>
>> „Tekið til umræðu erindi Svavars Kjarrval Lútherssonar f.h. OpenStreetMap
>> sjálfboðaverkefnis varðandi kortlagningu göngu- og hjólreiðastíga um afnot
>> af kortagrunnum Hafnarfjarðarbæjar.
>>
>> Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið en felur skipulags- og
>> byggingarsviðs að skoða útfærslu í samvinnu við umsækjanda.“
>>
>> Þeir hafa ekki enn haft samband svo ég veit ekkert meira en stendur í
>> þessari bókun. Ef þið lumið á útfærsluatriðum sem ætti að hafa í huga,
>> endilega sendið þau á póstlistann.
>>
>> Með kveðju / With regards,
>> Svavar Kjarrval (sva...@kjarrval.is)
>> s. 863-9900
>>
>>
>> On 30.9.2010 23:11, Svavar Kjarrval wrote:
>>
>>>  Sælt póstlistafólk.
>>>
>>> Fylgdi eftir greininni í Fjarðarpóstinummeð bréfi til bæjarstjórnar
>>> Hafnarfjarðar fyrr í dag. Veit ekki hvenær það verður tekið fyrir. Erindið
>>> fylgir í viðhengi.
>>>
>>> Með kveðju,
>>> Svavar Kjarrval
>>>
>>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to