Hæ.

Þar sem Tryggvi mun líklegast vera of upptekinn til þess að hafa
mánudagshitting FSFÍ ætla ég að ræna atburðinum og láta hann snúast um
OpenStreetMap (OSM). Þessi ákveðni hittingur er fyrir okkur sem af
einhverjum ástæðum eru á höfuðborgarsvæðinu um þessa helgina. Ef mikill
áhugi er meðal þeirra sem geta ekki mætt er alveg möguleiki að endurtaka
fundarefnið síðar.

Á fundinum verður tekið fyrir hvernig hinn venjulegi einstaklingur getur
hjálpað til við gagnaöflun fyrir OSM án þess að gera þá kröfu að hann
setji gögnin inn sjálfur. Síðan eru til leiðir til gagnaöflunar sem gera
fólki kleift að afla gagna án þess að fara út úr húsi eða breyta dagskrá
sinni. Mikið verk er fyrir höndum og því væri gott ef fleiri myndu taka
þátt í gagnaöflun þar sem mörg svæði þarfnast frekari gagna, bæði á
höfuðborgarsvæðinu[1] og út á landi.

OpenStreetMap er verkefni rekið í þeim tilgangi að útvega frjáls og opin
kortagögn fyrir allan heiminn. Gögnin er hægt að nota í ýmsum tilgangi,
meðal annars til þess að búa til kort yfir hjólastólaaðgengi [2].


[1] http://www.openstreetmap.org/?lat=64.1027&lon=-21.8814&zoom=12&layers=M
[2] http://wheelmap.org/?zoom=17&lat=64.14719&lon=-21.94193&layers=BT

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to