Re: [Talk-is] Bæir á Íslandi með GPS hnitum?

2013-07-03 Thread Páll Hilmarsson
Sæl. Það er í fínu lagi mín vegna. Þetta er unnið uppúr kortaþjóni Fasteignamatsins (Þjóðskrár). Mér skilst að það sé ætlun þeirra að opna þau gögn (hnit allra fasteigna, húsnúmer og annað slíkt). Ef þú ert með landnúmer/fastanúmer (eða lista af slíkum) þá er hér forrit (python og node.js) til

Re: [Talk-is] Bæir á Íslandi með GPS hnitum?

2013-07-03 Thread Svavar Kjarrval
Hæ. Þau gögn eru þegar fáanleg. Ástæðan fyrir því að þau eru ekki á OSM er vegna þess að núverandi leyfisskilmálar gagnanna gera okkur ókleift að setja gögnin þar inn. Hins vegar er mögulegt að Kristinn geti notað gögnin í sínu verkefni.

Re: [Talk-is] Bæir á Íslandi með GPS hnitum?

2013-07-03 Thread Svavar Kjarrval
Hér eru athugasemdir sem ég sendi á sínum tíma um drög að umræddum skilmálum, sem voru síðan óbreytt. Þau eru samt að íhuga fjársýsluleyfið svokallaða en fordæmi eru fyrir því að import með álíka leyfi hafi verið framkvæmd á OSM grunninum.

Re: [Talk-is] Bæir á Íslandi með GPS hnitum?

2013-07-02 Thread Kristinn B. Gylfason
Kærar þakkir fyrir skjót svör Svavar og Páll. Mér sýnist að gögnin um lögbýli sem Páll bendir á fari nærri því sem ég er að leita að. Með því að bræða þau saman við listann frá Svavari ætti málið að vera leyst. Það sem ég hef í huga er að sýna á Íslandskorti flutninga forfeðra minna með því að

Re: [Talk-is] Bæir á Íslandi með GPS hnitum?

2013-06-29 Thread Svavar Kjarrval
Hæ. Þú getur fengið lista í XML formi með því að nota Overpass API og leita að nóðum með place lyklum sem hafa gildin village, town eða city. Tók ómakið af þér með því að generate-a slóðina fyrir þig: