Sælt fólk.

Sá á talk listanum áðan forrit fyrir Android sem auðveldar húsnúmeraskráningu og var að spá hvort einhver hér myndi vilja prufukeyra þetta forrit með mér? Ég geri ráð fyrir að við myndum prófa nokkrar samliggjandi götur á höfuðborgarsvæðinu.

Ég redda Android síma með forritinu uppsettu og keyri bílinn. Það eina sem viðkomandi þyrfti að gera væri að skrá upplýsingarnar inn í forritið. Tengillinn fyrir neðan hefur upplýsingar um hvernig forritið virkar.

http://help.openstreetmap.org/questions/1385/what-is-the-best-mobile-application-for-large-scale-house-number-collection

Það eru tvær leiðir sem hægt væri að fara en sú fyrri væri að skrá hvert hús inn í forritið og sú seinni væri að skrá eingöngu endana á húslengjum og láta render ferlið reikna út staðsetningar húsanna á milli. Þar sem við höfum gervihnattamyndir af Reykjavík getum við notað húslengjuenda til að skrá fljótt niður hvaða númer eru sitt hvoru megin í húslengjunum og sett inn tölurnar á milli skv. staðsetningu á gervihnattamyndunum.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to