Stalst til þess að keyra inn skrána og verð að segja að gagnabreytingin
tókst eins og til var ætlast.

Var annars búinn að gleyma þegar ég prófaði að fletta upp á
heimilisföngum í Nominatim að það hunsar associatedStreet relations. Af
þeirri ástæðu er ekki hægt að leita að götuheitum í þágufalli út frá
skráningu í relations og hið sama gildir um póstnúmer. Ekki nema einhver
semji scriptu sem afritar alt_name og addr:postcode tagið yfir á allar
götur sem tilheyra þeim relations, allavega þar til Nominatim fólkið
viðurkennir relations.

- Svavar Kjarrval

On 06/11/12 17:32, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ.
>
> Búinn að skrifa póstnúmerascriptuna til að uppfæra póstnúmer inn á OSM
> svo þau verði í samræmi við götuskrá Íslandspósts. Það vinnur eingöngu
> með relations með götuskrá:id lykli. Einnig athugar það hvort name
> lykillinn í relation-inu passar við nafnið í færslu Íslandspósts og
> framkvæmir breytingar eingöngu ef svo er.
>
> Var þegar búinn að skrá mestallan Hafnarfjörð með þessu skipulagi og
> prufukeyrsla sýnist skila góðu .osc skjali með viðeigandi breytingum.
> Var að spá í að prófa að submitta breytingunum og sjá hvernig þær koma út.
>
> Scriptan fylgir í viðhengi og getið þið notað hana sem grunn að frekari
> kóða. Kóðinn er gefinn út undir CC0.
>
> - Svavar Kjarrval


Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to