Á OSM wiki-inu er skilgreint að admin_level tagið (notað með
boundary=administrative) sé ætlað til þess að skilgreina stjórnsýsluleg
svæði innan sveitarfélaga[1]. Það hefur hins vegar ekki verið framkvæmdin.

Núverandi framkvæmd innan Íslands er þannig að admin_level=10 eru
þyrpingar með álíka götuheitum. Reykjavíkurborg gaf út gjaldfrjáls gögn
úr LUKR[2] og var í þeim pakka tvennskonar tegundir af hverfum: Ein með
því sem við þekkjum sem stjórnsýsluhverfi og önnur með einföldum
hverfum. Hingað til var vaninn að skrá hverfi með admin_level=10 en
stjórnsýsluhverfin spönnuðu hver stærra svæði og því gat ég ekki sett
sama gildi á þau sem leiddi til þess að þau lentu í admin_level=9 (sem
er ekki frátekið innan Íslands).

Openstreetmap.is birtir þessa stundina hverfi þegar þau uppfylla þrenn
skilyrði: eru svæði (relation eða línur sem mynda heilan hring), merkt
boundary=administrative og merkt admin_level=10. Það kæmi alveg til
greina að bæta við stjórnsýsluhverfum (admin_level=9) þó það væri betra
að vera með meira en eitt sveitarfélag fyrst. Einnig kæmi til greina að
breyta skilgreiningunni í eitthvað annað.

[1] http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:boundary%3Dadministrative
[2] http://lukr.rvk.is/gjaldfrjals_gogn/index.htm

- Svavar Kjarrval

On 30/08/13 01:28, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> Hvernig eigum við að leysa hverfi, sem eru ekki endilega löglega sett
> sem hverfi með hverfisstjórn, heldur er þyrping með sama nafnaþema?
>
> Dæmi: Hverfi í Reykjavík
> http://is.wikipedia.org/wiki/Flokkur:Hverfi_Reykjav%C3%ADkur
> Í Grafarvogi erHúsahverfið merkt sem administrative boundary, en samt
> er Húsahverfið ekki með hverfisstjórn heldur fellur undir Grafarvog.
>
> Í Kópavogi leysti ég þetta fyrst sem Residential Area sem ég gaf svo
> nafn, réttari nálgun er kannski að merkja sem neighborhood.
>
> Hins vegar virkar Administrative Boundary til að þetta birtist svona
> áopenstreetmap.is:
> http://openstreetmap.is/?zoom=12&lat=64.13534&lon=-21.89521&layers=B000FTFFFFF
>
> Eins og sjá má er það bara Reykjavík og hluti Hafnarfjarðar sem
> birtist þarna, á meðan að neighbourhood og residential areas í öðrum
> bæjarfélögum birtast ekki. Í Kópavogi sést þetta einna helst í zoom
> 14: http://www.openstreetmap.org/#map=14/64.1104/-21.8969
>
> Administrative Boundary finnst mér ekki virka nema fyrir sérstaklega
> skipuð hverfi eins og eru á Wikipediuog vef Reykjavíkur.
>
> Þess í stað ættu Húsahverfi og önnur líklega að vera
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:place%3Dneighbourhood um leið
> og Landuse:residential (eins og Húsahverfið ernú þegar).
>
> Ég bætti þessu tagi við í Smárunum sem eru þá place:neighbourhood og
> landuse:residential.
>
> Hvað finnst öðrum um, og skoðar openstreetmap.is neighbourhood eða
> bara Administrative Boundary?
>
> Pælingar?
>
> --Jói
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
  • [Talk-is] Hverfi Jóhannes Birgir Jensson
    • Re: [Talk-is] Hverfi Svavar Kjarrval

Reply via email to