Hæ.

Ég er einn af þeim sem forðast hreinlega að nota viðmót á íslensku ef
enskan er í boði. Fyrir því hafa aðallega verið tvær ástæður:
1. Ég á hreinlega erfitt með að tengja sum íslensk hugtök við það sem
þarf að gera, sérstaklega ef um er að ræða sérhæfð/sjaldgæf hugtök. Á
sérstaklega við þegar ég sé hugtök sem virðast hafa átt uppruna sinn hjá
Tölvuorðanefndinni heldur en því sem almenningur notar í daglegu tali.
2. Þegar ég er í vandræðum með hugbúnaðinn finnst mér erfitt að fara
eftir textalýsingum sem eru á öðru tungumáli (án þess að sjá ferlið
myndrænt) og framkvæma síðan á íslensku viðmóti. Til að leita aðstoðar
þarf maður oftast að slá inn ensku hugtökin á leitarvélarnar til þess að
fá gagnlegar niðurstöður almennt.

Þrátt fyrir framangreint styð ég alveg fyllilega þýðingar viðmóta
almennt yfir á íslensku enda eru væntanlega ekki allir í sömu vandræðum
og ég þegar kemur að þessu. Finnst það æðislegt að þú hafir farið út í
þetta. :D

Er að nota OSMand (á ensku) en skal íhuga að prófa íslenskuna við tækifæri.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On fös 2.feb 2018 12:13, Sveinn í Felli wrote:
> Sælt veri fólkið,
>
> Þið hafið kannski orðið vör að undanförnu við nýjar og breyttar
> þýðingar í OSM-umhverfinu (og hugsanlega einnig MediaWiki), og er þá
> undirritaður sjálfsagt sökudólgurinn.
> Ég er ekkert að gera ferla í OSM, en rakst á nokkrar þýðingar sem ekki
> samræmdust öðrum forritum af svipuðum meiði (t.d. QGIS) og fannst líka
> ómögulegt að hafa síður eins og https://www.openstreetmap.org/about
> hálfþýddar. Þannig að undanfarið ár hef ég verið að samræma hugtök
> (einnig við önnur wiki-verkefni) og reyna að koma þýðingum á öllum
> áberandi atriðum á hreint.
>
> En í framhjáhlaupi fór ég að nota OSMAnd og hef klárað þýðinguna á því
> að mestu (líka OSMAnd fyrir iOS) ásamt kortaskilgreiningunum. Síðustu
> uppfærslur á OSMAnd hafa því verið nokkuð nálægt því að vera fullþýddar.
>
> Og þá kemur erindið: hafið þið prófað OSMAnd á íslensku ?
> Hvernig er að rata um viðmótið ?
> Eitthvað sérstakt* sem pirrar eða mætti betur fara ?
>
> *fyrir utan sjálfar kortaupplýsingarnar.
>
> Það væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið prófað OSMAnd.
>
> Bestu kveðjur,
> Sveinn í Felli
>
> OSMAnd er hægt að finna á F-droid, Google Play og Apple Store
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to