Kl. 15:29 25.04.2002 +0000 ritaði Heimir Freyr:
 >Hinn 25.04.2002 kl. 15:12 ritaði Már Örlygsson:
 >
 >> Hversu margir hérna geta sagt mér hvað orðið "smygildi" þýðir og af
 >> hverju það er gott orð yfir það sem verið er að þýða með því.
 >
 >Ég fann þetta orð í tímariti Skýrslutæknifélags Íslands sem þýðingu á
 >orðinu "cookie". Mér finnst nú merking þess vera heldur neikvæð miðað
 >við hvað þetta gerir - það er eiginlega verið að taka afstöðu gegn
 >fyrirbærinu ....

Bls. 11 í http://www.sky.is/TOLVUMAL/TOLVUMAL%20260102.pdf.pdf

"Fyrir nokkru var orðanefndin beðin um þýðingu á þessu fyrirbæri og lagði 
þá til þýðinguna smygildi en því orði hefur ekki verið haldið á lofti. Með 
því að leita í fyrrnefndri orðabók á vefnum fæst skilgreining sem þýða 
mætti sem ‘upplýsingapakki sem sendur er í tölvu notanda þegar hann fær 
aðgang að vefmiðlara og er síðan sendur til baka í hvert skipti sem 
notandinn fær aðgang að þeim miðlara’. Þegar smygildið kom til umræðu í 
nefndinni var sú tilfinning sterkust að verið væri að smygla sér inn í 
tölvu notandans. Smygildi er skylt sögninni að smjúga. Þessu orði er hér 
með komið á framfæri."

Þetta er ekki góð þýðing því ímyndin er neikvæð.  Hvað svo sem fólki kann 
að finnast um kökur þá ætti þýðingin að vera hlutlaus.

Hvað með kökur eða miðar (sbt. Kerberos miða) eða...?

Erlendur.

P.S.  Það eru annars mög gullkorn í þessu tímariti, eins og dulrita og 
dulráða (sem er alltof líkt í töluðu máli), reiðulykill, fangvísir, 
staðfang (getraun dagsins: hvað þýða þessi þrjú orð?) og netvörn (en ekki 
eldveggur).

-- 
Erlendur S Þorsteinsson <[EMAIL PROTECTED]>


- 8< - - -
Heimasíða þessa póstlista er: http://www.molar.is/listar/kde-isl/
Þar eru leiðbeiningar um áskrift að listanum og hugsanlega bréfasafn.
---- -- -  -   -
Styðjum þjóðarátak vegna Palestínu: http://www.aldeilis.net/
- - - >8 -

Reply via email to