Sæl.

 

Varðandi edit á osm gögnum. Fókus á JOSM en e.t.v. þarf að nota annan editor
til að leysa það sem um er spurt?

 

Hvernig í ósköpunum ferðu að þegar way og commercial- og residential- area
liggja öll saman? T.d. eins og var gert í Norðlingaholti. Ég er ekki að átta
mig á því hvernig best er að velja hvað maður er að velja... eða þannig. Og
hvernig sér maður að þetta eru í raun þrjár „línur“ sem liggja þarna saman
þegar þessi svæði öll mætast?

 

Ég spyr af því að ég er að fara að bæta við landuse í Mosfellsbæ en langar
síður að gera það eins og ég gerði í Kópavogi þar sem ég passaði bara að
landuse næði ekki saman við vegina til að þetta sem ég kann ekki væri
hreinlega ekki að gerast. En stundum er það „flottara“ eða réttara að gera
það þannig að svæðið nái t.d. alveg út í way sem liggur nú þegar.

 

Ef einhver getur útskýrt þetta fyrir mér þá væri það frábært.

 

Kv,

Baldvin

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to