Már Örlygsson ritaði:
>> P.S.  Það eru annars mög gullkorn í þessu tímariti, eins og dulrita og
>> dulráða (sem er alltof líkt í töluðu máli), reiðulykill, fangvísir,
>> staðfang (getraun dagsins: hvað þýða þessi þrjú orð?) og netvörn (en 
>> ekki
>> eldveggur).
>
> Hehehe. :)
> Það er augljóslega nauðsynlegt að finna upp ný orð eins og 
> "reiðulykill" og
> "netvörn" þegar til eru í almennri notkun góð og gild íslensk orð eins 
> og
> "dreifilykill" og "eldveggur".

Já, ég er sammála. Þeir segja sjálfir, að það sé asnalegt að nota 
"eldveggur" því augljóslega sé enginn eiginlegur eldveggur! Hvað varð 
eiginlega um aðdáun á myndhverfingum. Ég meina, þetta er svona í 
enskunni og við notum eldveggi í húsum sem vörn gegn vá ... Ég bara 
spyr: Hvað gengur þeim til!

Kveðja,
Heimir Freyr.


- 8< - - -
Heimasíða þessa póstlista er: http://www.molar.is/listar/kde-isl/
Þar eru leiðbeiningar um áskrift að listanum og hugsanlega bréfasafn.
---- -- -  -   -
Styðjum þjóðarátak vegna Palestínu: http://www.aldeilis.net/
- - - >8 -

Reply via email to