Re: [Talk-is] Látrabjarg

2023-12-15 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Það væri hægt með smá brasi (þyrfti t.d. að draga aðra línu ofan í klettinn
til að aðgreina grjótið frá grasinu á köflum). Geri það sennilega ekki
sjálfur í bili, en það ætti að vera tiltölulega einfalt verk með iD
ritlinum.

kv. Tómas Ingi
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Látrabjarg

2023-11-26 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Hæ,

Þetta er komið inn.

kv.
Tómas Ingi

On Sun, 26 Nov 2023 at 16:08, Eysteinn Guðni Guðnason <
eysteinngu...@gmail.com> wrote:

> Hæ.
> Ég er nú ekkert rosalega klár á þetta OpenStreetMap. En ég tók eftir að
> Látrabjarg er skráð sem tindur en eins og við vitum öll er þetta hamar og
> er þannig skráð á Landmælingar Íslands. Getur einhver skráð það sem hamar
> frá Bjargtanga til Keflavíkur eins og í viðhengi?
>
> Eysteinn
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Skráning húsa á Akureyri (að minnsta kosti)

2023-11-10 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Sæll,

Það er í rauninni þannig að byggingar þurfa bara að hafa lykillinn
"building"; samsetningin "building=yes" merkir þá að ekki er vitað frekar
um hvers konar byggingu er að ræða.

Það má því gera ráð fyrir allar fitjur með building=* eru byggingar.

Bestu kveðjur,
Tómas Ingi

On Fri, 10 Nov 2023 at 18:52, Sveinn í Felli  wrote:

> Sælt veri fólkið;
>
> Var að prófa að veiða fitjur húsa á Akureyri beint úr OSM inn í QGIS með
> QuickOSM-viðbótinni.
>
> Ég ætlaði að vera sniðugur og ná öllum húsakosti með Key=building og
> Value=yes, en þá komu bara fjölbýlishús. Til að ná í einbýli þyrfti
> gildið að vera Value=residential og aftur sértækt Value=school til að fá
> skóla, o.s.frv. Það virðist eins og hafi gleymst að merkja building=yes
> fyrir alla/flesta fláka aðra en fjölbýlishús hér á Akureyri.
>
> Þetta virðist t.d. ekki vera í gangi á Grenivík, þar sýnist mér öll hús
> vera merkt með building=yes, altént samkvæmt stikkprufu.
>
> Ef þetta er röng skráning hérna á Akureyri, hvernig væri best að laga
> þetta? Ætli þetta sé svona í fleiri tilfellum?
>
> Ég náði svosem öllum þessum byggingum með því að velja svæði út frá
> radíus, en eftir stendur að hitt hefði verið snyrtilegra: ná öllum
> byggingum tiltekins sveitarfélags á einu bretti.
>
> Bestu kveðjur,
> Sveinn í Felli
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Kort af höfuðborgarsvæðinu sem sýnir einungis aðgreindir stígar / hjólreiðabrautir

2023-05-25 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Það er hægt að fá yfirlit yfir bara aðgreinda hjólastíga gegnum vefsíðuna
https://overpass-turbo.eu

Það þarf bara að slá inn textann:

[out:json];

(
  way[highway=cycleway]({{bbox}});
);

out body;
>;
out skel qt;

Setja kortið yfir Ísland og ýta á “run”. Mæli með að kveikja á “Don’t
display small features as POIs” undir Settings svo að það sjáist aðeins
betur.

ons 24 maj 2023 kl. 18:49 skrev Morten Lange via Talk-is <
talk-is@openstreetmap.org>:

> Sæl
>
> OSM ætti að hafa nægileg gögn og nógu góð til að hægt væri að birta upp úr
> þeim kort sem sýnir einungis aðgreindir hjólreiðastígar, eða
> hjólreiðabrautir.
>
>
> Í þessum þræði spýr Harald eftir þannig kort:
>
> https://www.facebook.com/groups/billaus/permalink/10159068367901560/
>
>
>
> Næsta sem ég kemst hêlt ég að væri Hollenska bicycle-tags kortið, með
> einuingis hakað við highway=cycleway.
>
>
>
> http://www.mijndev.openstreetmap.nl/~ligfietser/fiets/index.html?map=cycleways=13=64.10627=-21.86987=B00TFF
>
>
> En þetta kort sýnir einnig mikið af bútum sem eru merktar highway=path og
> bicycle=designated, þó mætti vænta að einungis væri átt við highway=cycleway
> ?
>
>
> Fyrir Reykjavík eru rauðu línurnar sem birtast þegar er kveikt á Stíga og
> gönguslóði nokkuð nákvæm birting á ástandinu?
>
>
> --
> Regards / Kveðja / Kila la heri / Hilsen
> Morten Lange
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Breyta Vífilsstaðaveg í Spítalaveg?

2023-05-22 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Minnsta mál, búinn að bæta þessu inn!

Er það rétt skilið hjá mér að það er bara minni vegurinn sem heitir núna
Spítalavegur, og að vegurinn sem tengir Reykjanesbraut við Elliðavatnsveg /
Vatnsendaveg heitir enn Vífilsstaðavegur?

kv. Tómas Ingi

On Mon, 22 May 2023 at 17:32, Arni Davidsson  wrote:

> Sæl
>
> Getur einhver breytt vegstubbnum hjá Vífilsstöðum úr Vífilsstaðavegur í
> Spítalavegur? Húsnúmerin eru rétt m.v. Spítalaveg. Tengsl við
> Vífilsstaðaveg hafa verið rofin.
> Leikskólinn Mánahvoll Spítalavegur 2a hefur líka verið reistur austan við
> Sunnuhvol Spítalaveg 2 og breytingar gerðar á bílastæðinu þar.
>
> kveðja
> Árni Davíðsson
>
> --
> Árni Davíðsson
> arni...@gmail.com
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Fjörður sem er hluti af öðrum firði

2022-12-21 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Hljómar vel. Ég var ekki viss hvort ég ætti að gera þegar ég var að bæta
þessu inn fyrir nokkrum árum; það var þannig séð tilviljun að ég hafði
innri firðina ekki með. Hugsa að það sé einmitt skynsamlegt að hafa allt
með.

On Wed, 21 Dec 2022 at 11:16, Eysteinn Guðni Guðnason <
eysteinngu...@gmail.com> wrote:

> Ég velti fyrir mér hvort firðir eins og Breiðafjörður, Húnaflói og
> Suðurfjörður ættu ekki að vera líka með firðina sem eru innaf þeim?
>
> Breiðafjörður https://www.openstreetmap.org/relation/8349120
>
> Suðurfjörður https://www.openstreetmap.org/relation/8347799
>
> Þetta er gert með jökla sem eru með aðra jökla út frá sér, eins og
> Hofsjökull:
> https://www.openstreetmap.org/relation/9081887
>
> Eysteinn Guðni
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Mörk sveitarfélaga

2022-12-17 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Það er í sjálfu sér ekki vandamál að á sé í mörgum hlutum. Lausnin í þeim
tilfellum (sem er nauðsynleg fyrir mjög langar ár; hámarksfjöldi hnúta í
leið á OSM er 2000) er að búa til vensl, sjá til dæmis venslin fyrir Þjórsá
(https://www.openstreetmap.org/relation/6074187)

Ég held líka að mismunur á því hvar áin er og hvar mörk sveitarfélaganna
eru hjá LMÍ séu frekar afleiðingar af ónákvæmni, eða af því að áin færist
hægt og bítandi með tímanum. Í þeim tilfellum er líklegra en ekki að mörkin
séu skilgreind út frá raunverulegri staðsetningu árinnar; mörk
sveitarfélaga eru venjulega skilgreind út frá slíkum kennileitum frekar
heldur en út frá nákvæmum hnitum.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Mörk sveitarfélaga

2022-12-15 Thread Tómas Ingi Hrólfsson
Sæl,

Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Mér tekst ekki að finna heimildina
núna, en í umræðu um deilur sveitarfélaga á suðvesturhorninu var því haldið
fram að ef ágreiningur er á milli hnita og kennileita á mörkum
sveitarfélaga, þá skuli kennileitin alltaf gilda fram yfir hnitin. Þannig
tel ég að sveitarfélagamörkin séu óhjákvæmilega háð landfræðilegum mörkum,
nema annað komi fram. Það gæti verið talin besta venja í ýmsum löndum að
hafa þetta tvennt óháð, en ég tel að það þurfi að taka ákvörðun um það í
hverju tilfelli fyrir sig. Þess ber að geta að mörkin sem eru hjá LMÍ eru
sjálf dregin, beint eða óbeint, eftir þessum sömu kennileitum.

Ég þekki ekki til þess að viðhald se mikið erfiðara þegar kennileiti eru
hluti af mörkum; ef einhver veit um gott dæmi þá er ég mjög forvitinn að
sjá það.

-Tómas Ingi

On Thu, 15 Dec 2022 at 12:04, Jóhannes Birgir Jensson  wrote:

> Sæl verið
>
> Fékk ábendingu um að sveitarfélagamörk væru að klístrast saman við ár og
> fleira, sem gerir viðhald á þeim og öðrum kennileitum miklu erfiðara. Dæmi
> til dæmis Bláskógabyggð sem er með 10 árhluta sem hluta af "relationinu".
>
> https://www.openstreetmap.org/relation/9177051#map=9/64.4711/-20.1114
>
> Stjórnsýslumörk ættu,samkvæmt bestu venju, að vera óháð landfræðilegum
> mörkum, mér sýnist því að best gæti verið að hreinlega eyða þeim
> sveitarfélögum sem nota önnur vensl og flytja inn mörkin sem LMÍ er með hjá
> sér og eru opin og frjálst að nota. Þau væru þá ekki vensluð við önnur
> mörk, vegi, ár, strandlínur eða annað.
>
> --Jóhannes / Stalfur @ OSM
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is