Re: [Talk-is] LUKR gögnin komin & staðan á því máli

2010-09-19 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/9/19 Björgvin Ragnarsson :
> Ég breytti gögnunum í OSM format með Merkaartor http://drop.io/lukrosm,
> vörpunin er rétt sýnist mér.

Flott, sýnist það líka. Henti upp OSM og LUKR hlið við hlið hér til
samanburðar:


http://gist.github.com/raw/586658/8604b32f8de1afbb15b990b6e5793f5a7aee6c35/reykjavik-lukr.osm.bz2

http://gist.github.com/raw/586658/4da7260727c0b784b6bfc7772285767c098f1409/reykjavik-osm.osm.bz2

> Einnig fiktaði ég eitthvað með ogr2ogr og tókst að fá það til að virka með
> því að breyta skránni gonguleidir_LUKR_170910.prj
> svo PROJECTION["Lambert_Conformal_Conic"] verður
> PROJECTION["Lambert_Conformal_Conic_1SP"] eða
> PROJECTION["Lambert_Conformal_Conic_2SP"], er ekki búinn að skoða útkomuna.

Gæti verið einhver örlítil skekkja á að breyta þessu, ég veit ekki.

> Varðandi leyfismál þá getum við örugglega fengið þau skýrari. Þau hjá
> borginni voru að drífa sig að halda upp á þetta í Samgönguviku og áttuðu sig
> ekki held ég á því hversu mikilvægt er fyrir okkur að alls engin óvissa ríki
> í kringum notkunarleyfið. Við ræddum fleiri týpur af gögnum á fundi, t.d.
> gatnakerfið og hæðarlínur sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir
> hjólreiðafólk. Ég þarf bara að tala betur við Pálma hjá Reykjavíkurborg og
> sjá hvort við fáum þau gögn líka.

Jamm, ég er mjög bjartsýnn á þetta allt saman. Þessi yfirlísing sem
var kvittað undir er greinilega gerð upp úr einhverju formsniði sem
hentar fyrir einkafyrirtæki sem er að taka við LUKR gögnum. Þarf bara
svoldið að breyta orðalaginu til að þetta henti fyrir okkur.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] LUKR gögnin komin & staðan á því máli

2010-09-18 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Hér er smá uppfærsla á LUKR + OpenStreetMap málinu, ég sendi þetta á
OpenStreetMap póstlistann fyrir Ísland, Pálma hjá Reykjavík og á
nokkra aðra:

Björgvin Ragnarsson tók við diski með LUKR gögnum í dag sem við erum
með leyfi til að nota í OpenStreetMap.

Það var líka ritað um þetta í dagbók borgarstjóra:
http://www.facebook.com/dagbok.borgarstjora (kann einhver að tengja
*bara* í viðkomandi þráð þarna á Facebook?)

Hérna eru gögnin eins og þau komu frá borginni:

http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18

Og hérna er conversion á þeim í WGS84 sem *virkaði ekki*:


http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18/raw/convert/gonguleidir_LUKR_170910-wgs84.osm

Ég breytti hnitunum úr ISNET93 í WGS84. En þetta er líkast til í
sérhnitakerfi sem LUKR notar, ég veit ekki hvernig á að breyta því
almennilega, en það fylgir með gonguleidir_LUKR_170910.prj skrá með
vörpuninni. Það þarf bara að tala rétt við gdal/proj4 til að fá þetta
í gegn, aðstoð með það velkomin.

En það er hægt að skoða þessa OSM skrá í t.d. JOSM og sjá circa
hvernig þetta lítur út.

Þessi gögn eru við fyrstu skoðun bara stígar og gangstéttir í
Reykjavík, s.s. engir bílvegir, byggingar og annað. Ég veit ekki
hvernig þessar umræður fóru hjá borginni/LUKR með það hvaða hluta af
þessum gögnum við getum fengið (bætti Pálma hjá Reykjavík á CC),
s.s. hvort það sé um það að ræða að við fáum stærri hluta af
grunninum.

Það væri mun betra fyrir almenna notkun á LUKR gögnum bæði fyrir okkur
og aðra ef þetta væri stærri hluti af grunninum. Það er svoldið vesen
að sameina OSM og LUKR gögnin hjá okkur ef þetta eru bara gangstéttir,
því við þurfum þá að klæða þá utan um vegi sem eru þegar til.

Svo þarf líka að spá í hvernig við ætlum að uppfæra þessi gögn ef og
þegar þau fara inn. Það væri leiðinlegt að setja þetta inn á þann máta
að við endum með úrelt gögn eftir 1 ár.

Svo er annað, ég fæ ekki betur séð en að skv. þessari yfirlýsingu sem
var skrifað undir:

http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18/blob/convert/Scan.JPG

Sé ósamhæf frjálsum leyfum eins og OpenStreetMap er undir, því þarna
er nefnt að niðurfelling gjalds sé bundið við OpenStreetMap
verkefnið. En þar sem OpenStreetMap er að búa til frjálsan grunn sem
hver sem er má nota í tengslum við hvaða verkefni sem er.

Svo er líka spurning hvort með ODbL leyfinu sem OpenStreetMap er að
fara nota að það sé ekki hægt að koma því þannig fyrir að LUKR og
aðrir geti svo tekið þessi gögn aftur út úr OSM eftir einhverjar
breytingar og notað þau.

Einfaldasta lausnin á öllum þessum leyfismálum væri að fá einhvern sem
hefur umboð til að gefa okkur gögnin til að skrá sig á
openstreetmap.org, samþykkja "contributor terms" skilmálana, og hlaða
inn gögnum. Þessir skilmálar sjást hérna:

http://www.osmfoundation.org/wiki/License/Contributor_Terms

Og voru nýlega skrifaðir af lögfræðingum á vegum OSM einmitt fyrir
svona aðstæður.

Svona í lokin: Það er margt sem þarf að gera og laga, og þá kannski
helst samkiptin á milli okkar allra. Allt-í-allt er þetta alveg
frábært framtak hjá Reykjavíkurborg og LUKR sem ég vona að heppnist
sem best.

Vonandi náum við að koma þessu öllu í gegn þannig að allir málsaðilar
hagnist á þessu, og að þetta verði fordæmisgefandi og ryðji veginn
fyrir opin gögn á Íslandi.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is