Þetta eru nokkuð flott gögn. Er búinn að líta aðeins á þau. Það er
eitt eigindi sem mér finnst vanta mjög mikið svo þetta nýtist í
hjólavefsjána, þ.e. staðsetning stiga og þrepa. Skoðaði allavega þá
stiga sem eru nálægt mér og sá ekki í eigindalistanum að það sé skráð
þar inn. Þetta eru sennilega bara miðlínur göngustíga sem búið er að
afhenda okkur. Það er spurning hvort þessar upplýsingar hangi á
einhverjum öðrum gagnalögum sem við höfum ekki enn aðgang að.

Ég sé að Hnitavörpunarmálið er leyst. Allavega lenda hlutirnir á
réttum stöðum hjá mér.

Það er samt ljóst að það er mikil vinna framundan við að koma þessum
gögnum inn í osm gagnagrunninn. Endilega látið okkur á listanum vita
hvernig við getum best orðið að liði.


2010/9/18 Ævar Arnfjörð Bjarmason <ava...@gmail.com>:
> Hér er smá uppfærsla á LUKR + OpenStreetMap málinu, ég sendi þetta á
> OpenStreetMap póstlistann fyrir Ísland, Pálma hjá Reykjavík og á
> nokkra aðra:
>
> Björgvin Ragnarsson tók við diski með LUKR gögnum í dag sem við erum
> með leyfi til að nota í OpenStreetMap.
>
> Það var líka ritað um þetta í dagbók borgarstjóra:
> http://www.facebook.com/dagbok.borgarstjora (kann einhver að tengja
> *bara* í viðkomandi þráð þarna á Facebook?)
>
> Hérna eru gögnin eins og þau komu frá borginni:
>
>    http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18
>
> Og hérna er conversion á þeim í WGS84 sem *virkaði ekki*:
>
>    
> http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18/raw/convert/gonguleidir_LUKR_170910-wgs84.osm
>
> Ég breytti hnitunum úr ISNET93 í WGS84. En þetta er líkast til í
> sérhnitakerfi sem LUKR notar, ég veit ekki hvernig á að breyta því
> almennilega, en það fylgir með gonguleidir_LUKR_170910.prj skrá með
> vörpuninni. Það þarf bara að tala rétt við gdal/proj4 til að fá þetta
> í gegn, aðstoð með það velkomin.
>
> En það er hægt að skoða þessa OSM skrá í t.d. JOSM og sjá circa
> hvernig þetta lítur út.
>
> Þessi gögn eru við fyrstu skoðun bara stígar og gangstéttir í
> Reykjavík, s.s. engir bílvegir, byggingar og annað. Ég veit ekki
> hvernig þessar umræður fóru hjá borginni/LUKR með það hvaða hluta af
> þessum gögnum við getum fengið (bætti Pálma hjá Reykjavík á CC),
> s.s. hvort það sé um það að ræða að við fáum stærri hluta af
> grunninum.
>
> Það væri mun betra fyrir almenna notkun á LUKR gögnum bæði fyrir okkur
> og aðra ef þetta væri stærri hluti af grunninum. Það er svoldið vesen
> að sameina OSM og LUKR gögnin hjá okkur ef þetta eru bara gangstéttir,
> því við þurfum þá að klæða þá utan um vegi sem eru þegar til.
>
> Svo þarf líka að spá í hvernig við ætlum að uppfæra þessi gögn ef og
> þegar þau fara inn. Það væri leiðinlegt að setja þetta inn á þann máta
> að við endum með úrelt gögn eftir 1 ár.
>
> Svo er annað, ég fæ ekki betur séð en að skv. þessari yfirlýsingu sem
> var skrifað undir:
>
>    http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18/blob/convert/Scan.JPG
>
> Sé ósamhæf frjálsum leyfum eins og OpenStreetMap er undir, því þarna
> er nefnt að niðurfelling gjalds sé bundið við OpenStreetMap
> verkefnið. En þar sem OpenStreetMap er að búa til frjálsan grunn sem
> hver sem er má nota í tengslum við hvaða verkefni sem er.
>
> Svo er líka spurning hvort með ODbL leyfinu sem OpenStreetMap er að
> fara nota að það sé ekki hægt að koma því þannig fyrir að LUKR og
> aðrir geti svo tekið þessi gögn aftur út úr OSM eftir einhverjar
> breytingar og notað þau.
>
> Einfaldasta lausnin á öllum þessum leyfismálum væri að fá einhvern sem
> hefur umboð til að gefa okkur gögnin til að skrá sig á
> openstreetmap.org, samþykkja "contributor terms" skilmálana, og hlaða
> inn gögnum. Þessir skilmálar sjást hérna:
>
>    http://www.osmfoundation.org/wiki/License/Contributor_Terms
>
> Og voru nýlega skrifaðir af lögfræðingum á vegum OSM einmitt fyrir
> svona aðstæður.
>
> Svona í lokin: Það er margt sem þarf að gera og laga, og þá kannski
> helst samkiptin á milli okkar allra. Allt-í-allt er þetta alveg
> frábært framtak hjá Reykjavíkurborg og LUKR sem ég vona að heppnist
> sem best.
>
> Vonandi náum við að koma þessu öllu í gegn þannig að allir málsaðilar
> hagnist á þessu, og að þetta verði fordæmisgefandi og ryðji veginn
> fyrir opin gögn á Íslandi.
>

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to