Hæ Svavar,

Takk fyrir svar.
Dæmi eru meðfram Suðurlandsbraut.  
Tek undir að þetta sé leiðarvalvélina að kenna líka. 

Svo er spurning hvort ekki mætti merkja  ALLAR götur og stígar með bicycle=yes, 
því það má hjóla alsstaðar, nema á gangstéttum á Laugavegi eftir sumum stígum 
eftir Ægissíðu og inn í Fossvog, og loks í Hvalfjarðargöngunum.

 
--
Regards / Kvedja
Morten Lange, Reykjavík




________________________________
From: Svavar Kjarrval <sva...@kjarrval.is>
To: OpenStreetMap in Iceland <talk-is@openstreetmap.org>
Sent: Mon, 9 May, 2011 16:00:20
Subject: Re: [Talk-is] Bakka með breytingu sem rauf tengingu stíga ?

Hæ.

Þetta vandamál er hálfgert mér að kenna þar sem ég hef verið að stroka út stíga 
sem tengjast við enda gatna við yfirferð á LUKR stígum og það veldur greinilega 
vandræðum fyrir leiðarvélina þar sem tengingin er rofin við enda gatna.

Ég skal fara í að laga þetta fyrir hverfin sem ég hef unnið með. Hjólavefsjáin 
er samt að nota gömul gögn eins og sjá má af þeirri staðreynd að Grafarvogurinn 
og 104 Reykjavík eru löngu búin hvað stígana varðar en samt koma þeir ekki fram 
þar. Ef vandamálið er einnig þar er þetta einnig almennt vandamál með 
leiðarvélina og ekki bara í því sem ég gerði.

Gæturðu annars komið með dæmi svo við getum vandamálagreint þetta betur?

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 09/05/11 15:12, Morten Lange wrote:
> Sæl
> 
> Ég hefði át að kveikja á perunni fyrr, en átakið Hjólað í vinnuna ytir eftir 
>mér að  skoða betur  hvernig hjolacefsja.is virkar.
> "Rötunarvélin" virkar núna nánast ekki, amk í Reylkjavík.
> Kerfið sér að stígar séu eylönd, enda eru stíganir skilgreindir þannig í LUKR.
> 
> Mér fyndist betra að hafa bæði inni, þangað til búið séw að tengja saman 
>LUKR-stígana.
> Nema mjög veigamikill rök hniga að því að gera það ekki. ( Eða ef vænta megi 
>góða tengingu stíga, og gangstétta  innan fárra daga )
> 
> --
> Regards / Kvedja
> Morten Lange, Reykjavík
> 
> 
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to