Sælir OSM spekingar,

hef verið að leita að upplýsingum um sveitabæi á Íslandi með GPS hnitum í
tengslum við ættfræðigrúsk.

Fann þennan lista:
http://kvasir.rhi.hi.is/baejatal/index.php
en hann inniheldur ekki GPS hnit.

Kíkti á OSM og komu framfarirnar á kortinu skemmtilega á óvart. Vel að
verki staðið!

Hins vegar virðast sveitabæir almennt ekki vera komnir á á kortið. Fann
heldur engar upplýsingar um slíkt á:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland#Mailing_list

Veit einhver hér hvort til er aðgengilegur listi yfir sveitabæi á
Íslandi með GPS hnitum?

Kærar þakkir,
Kristinn B. Gylfason


_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to