OSM-félag er gjörsamlega málið, okkur vantar einhvers konar formlegan stimpil, hingað til hefur maður bara geta kynnt sig sem sjálboðaliða og áhugamann um OSM í þeim erindum sem maður sendir tengdu því.

Varðandi POI þá er ég sammála að það er gott að hafa fleiri, spurning hvort að ýmis samtök hafi ekki að geyma þvílíkar upplýsingar nú þegar, félög kaupmanna í ýmsum fögum eða annað. Það gæti tekið tíma að þræða vefi eða hringja til að fá upp opnunartíma.

Á hvaða sniði er opnunartíminn svo, það hefur mér sýnst bara vera textasvæði með hentistefnu, allt á ensku?

Er ekki málið að allar verslanir séu merktar sem POI (en ekki area?).

--Jói

Þann 30.09.2013 12:21, Svavar Kjarrval reit:
Hæ.

Nú var ég að koma frá útlöndum (nánar tiltekið Búdapest) og var vopnaður
OSM korti af svæðinu í OsmAnd. Nokkrum sinnum í ferðinni tók ég eftir
því að það hefði verið afar gagnlegt ef það væru fleiri POI (Points of Interest) upplýsingar fyrir nágrennið og einnig um opnunartíma staðanna. Síðan komu upp nokkur skipti þar sem ég var ánægður með að geta dregið fram farsímann, kveikt á OsmAnd og látið það vísa mér aftur leiðina
hótelinu (sem ég hafði sett í favourites); sparaði mikinn tíma. Ef ég
hefði neyðst til að nota Google Maps hefði ég þurft að kveikja á mobile
data í símanum með tilheyrandi kostnaði.

Ef við berum Búdapest saman við Reykjavík er augljóst að miðborg
Reykjavíkur er með álíka þétta skráningu af POI upplýsingum og miðborg Búdapest en miklu meira af húslínum; þó auðvitað mætti bera upp þau rök
að miðborg Búdapest er miklu stærri og loftmyndirnar þar eru í lægri
upplausn. En auðvitað væri frábært að gera betur. Því legg ég til að við förum í söfnunarátak í vetur til að auka við POI safnið okkar og einnig yfirfara þá POI sem þegar eru komnir inn. Við þyrftum þá að hittast til að ræða hvernig best væri að standa að söfnuninni og hvernig skrá eigi
afraksturinn.

Á hverju ári kemur mikill straumur ferðafólks sem veit (nánast) ekkert um nágrennið sem það er statt í hverju sinni, t.d. um næstu opnu verslun
og veitingastað. Þá væri tilvalið að hjálpa þeim með því að veita því
aðgang að uppfærðum kortagrunni sem ekki þarf gagnaáskrift til að nota. Aldrei að vita hvort það sé mögulegt að fá ferðaþjónustuaðilana til aðstoða okkur, sérstaklega hvað varðar þá staði sem hafa enga eða of fáa virka OSMara. Tekið yrði samt meira mark á svona samstarfsbeiðnum ef það
væri til lögformlegt félag í kringum OSM á Íslandi.

Ættum við að kalla saman skipulagshitting fyrir POI söfnunarátak sem
ætti sér stað nú í vetur?
Hvað finnst ykkur um að láta verða af því að stofna formlegt félag í
kringum OSM hér á landi? Þess vegna stofna það í október og með
einföldum samþykktum.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to