Sæl

Á að skrifa hér á ensku frekar en íslensku? Ég byrja allavega á íslensku.

Það hefur áður verið minnst á að leiðavalið (routing) fyrir gangandi og
hjólandi sé ekki að ganga sem skyldi í Open street map. Ástæðan er að hluta
til innfærsla á gögnum yfir stíga frá sveitarfélögunum því í þeim gögnum
virðast stígar oft ekki tengdir yfir götur né við götu. Þannig virkar
leiðavalið ekki vegna þess að stígar eru einfaldlega ekki tengdir. Það er
fyrirsjáanlegt að það er talsverð vinna að tengja stígana. Sjá t.d. það sem
gerist hér að neðan í ridethecity og hvernig gögnin líta út í openstreetmap
og í borgarvefsjá:

http://is.ridethecity.com/#3655489
http://www.openstreetmap.org/#map=17/64.14255/-21.90141&layers=C
http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/?_ga=1.45753188.1365589408.1360679825

Það er spurning hvort stígagögn sveitarfélaganna hafi ekki verið hálfgerður
bjarnargreiði frá þessum sjónarhóli en spurningin er hvernig á að laga
þetta? Á bara að hella sér í að tengja stíga við götur og yfir götur þar
sem um þverun er að ræða. Eins og þið sjáið í Hátúni er fullt af þverunum
og meira að segja þveranir á gangbrautarljósum á Laugavegi koma ekki fram í
Openstreetmap.

Einhverjar snjalla hugmyndir?

kveðja
Árni Davíðsson



-- 
Árni Davíðsson
arni...@gmail.com
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to