Þurfum við ekki að uppfæra þetta skjal með nýjustu upplýsingum:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways

Hjólaleiðahópur Hliðskjálfs hefur ekkert starfað ennþá. Hverjir mundu vilja
vera með í honum?
Mig mundi langa til að hafa fund í byrjun september og fara yfir álitaefni
og stilla saman strengi svo við séum á sömu blaðsíðu og gerum hlutina á
svipaðan hátt. Þá væri hægt að uppfæra wiki skjalið með nákvæmari
leiðbeiningum í kjölfarið.

Sem sagt hverjir vilja vera með?

p.s. Hversu margir eru áskrifendur á talk.is??

kveðja
Árni







2014-08-12 19:33 GMT+00:00 Jóhannes Birgir Jensson <j...@betra.is>:

>  Já ég held, að svo stöddu, að þetta sé besta lausnin. Pössum auðvitað
> upp á að allir sértækir hjólastígar séu merktir inn sérstaklega.
>
> http://cycle.travel/map er nýtt dæmi með rútun, þeir hafa ekki sett
> Ísland inn en það ætti að vera auðvelt - ég ætlaði að hafa samband aftur
> við þá þegar höfuðborgarsvæðið væri orðið aðeins betra.
>
> Var að prófa hvernig rútunin virkar hjá þeim með því að velja tvo staði á
> kortinu, fór fyrstu beygjurnar á hjólastíg, svo vísað á umferðargötu, aftur
> á hjólastíg, götu og endaði á hjólastíg.
>
> --Jói
>
>
>  Þann 12.8.2014 15:31, skrifaði Arni Davidsson:
>
>   Takk fyrir þetta.
>
>  Er lausnin þá að láta hjólaleiðir liggja um vegi og um sérstaka
> hjólastíga en ef slíkar leiðir eru ekki finnanlegar þá er sett bicycle=yes
> á foot path líka til að tengja?
>
> Ég sendi póst á Ride the city og spurði hversu oft þeir uppfæra gögnin.
>
>  Er hægt að benda á önnur Open street map kort sem uppfæra oftar en Ride
> the city og hafa svipaða notkunarmöguleika.
> http://openrouteservice.org/?lang=en er eitt en er ekki alveg jafn
> liðlegt að færa upphafs- og endastað.
>
>  kveðja
>  Árni
>
>
>
>
>
>
>
> 2014-08-11 19:25 GMT+00:00 Jóhannes Birgir Jensson <j...@betra.is>:
>
>>  Ég er búinn að vera að gera skurk í þessu og þegar RideTheCity uppfærir
>> sig sést að mikið af gangstéttum hverfa sem hjólastígar.
>>
>> Ég er líka búinn að vera að reyna að skilgreina sérstaka hjólaleiðir
>> (Relation Cycle Route) og afraksturinn sést betur á OpenCycleMap sem
>> uppfærir kortið vikulega frá OSM. Nýjar leiðir frá mér þarna eru
>> Kópavogsstígur, Kársnesstígur og svo Elliðaárdalsstígarnir.
>>
>> http://opencyclemap.org/?zoom=12&lat=64.12851&lon=-21.89742&layers=B0000
>>
>> Ég áleit sem svo að best sé að taka bicycle=yes af öllum foot path og svo
>> bætum við þeim á það sem við teldum vera hjólastíga, ekki gangstéttir nema
>> þær geta hins vegar verið hluti hjólaleiða.
>>
>> Þeir sem muna hvernig OpenCycleMap leit út áður muna kannski að það var
>> eiginlega allt í bláum strikum á öllum gangstéttum sem flækti málin frekar
>> en einfaldaði.
>>
>> Nú síðast var ég að skoða tólið sem Strava var að búa til fyrir OSM, þar
>> sem þeir nota hlaupa- og hjólagögnin til að hjálpa OSM að nálgast betur
>> leiðir. Það verður enginn svikinn af þessum fyrirlestri og tólið sem þeir
>> benda á þar svínvirkar, ég var að prófa það.
>> http://stateofthemap.us/session/slide/
>>
>> Ég sakna svo leiða sem þekkjast sem á meðal hjólreiðamanna, til dæmis
>> rakst ég á feril frá fyrrum vinnufélaga sem fór Jaðarinn sagði hann.
>>
>> Það er mýgrútur af tækifærum þarna til að laga og það eru til fleiri tól
>> en RideTheCity sem virðast eitthvað rólegir í að updeita.
>>
>>
>>
>>  Þann 11.8.2014 16:26, skrifaði Arni Davidsson:
>>
>>   Sæl
>>
>>  Á að skrifa hér á ensku frekar en íslensku? Ég byrja allavega á íslensku.
>>
>>  Það hefur áður verið minnst á að leiðavalið (routing) fyrir gangandi og
>> hjólandi sé ekki að ganga sem skyldi í Open street map. Ástæðan er að hluta
>> til innfærsla á gögnum yfir stíga frá sveitarfélögunum því í þeim gögnum
>> virðast stígar oft ekki tengdir yfir götur né við götu. Þannig virkar
>> leiðavalið ekki vegna þess að stígar eru einfaldlega ekki tengdir. Það er
>> fyrirsjáanlegt að það er talsverð vinna að tengja stígana. Sjá t.d. það sem
>> gerist hér að neðan í ridethecity og hvernig gögnin líta út í openstreetmap
>> og í borgarvefsjá:
>>
>> http://is.ridethecity.com/#3655489
>> http://www.openstreetmap.org/#map=17/64.14255/-21.90141&layers=C
>>
>> http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/?_ga=1.45753188.1365589408.1360679825
>>
>>  Það er spurning hvort stígagögn sveitarfélaganna hafi ekki verið
>> hálfgerður bjarnargreiði frá þessum sjónarhóli en spurningin er hvernig á
>> að laga þetta? Á bara að hella sér í að tengja stíga við götur og yfir
>> götur þar sem um þverun er að ræða. Eins og þið sjáið í Hátúni er fullt af
>> þverunum og meira að segja þveranir á gangbrautarljósum á Laugavegi koma
>> ekki fram í Openstreetmap.
>>
>>  Einhverjar snjalla hugmyndir?
>>
>>  kveðja
>>  Árni Davíðsson
>>
>>
>>
>> --
>> Árni Davíðsson
>> arni...@gmail.com
>>
>>
>>  _______________________________________________
>> Talk-is mailing 
>> listTalk-is@openstreetmap.orghttps://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is@openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>
>
> --
> Árni Davíðsson
> arni...@gmail.com
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing 
> listTalk-is@openstreetmap.orghttps://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>


-- 
Árni Davíðsson
arni...@gmail.com
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to