Staðsetning ærslabelgjanna á belgir.eggald.in er oft ekki mjög nákvvæm, altént þeirra sem ég kannast við hér norðanlands. Hvað er raunhæft að miða við, vitandi að tengd leiksvæði eru endurhönnuð* reglulega?

Reyndar er ekki hlaupið að því að færa þessa belgi, það er kostnaður sem mörg smærri sveitarfélög myndu reyna eftir megni að forðast.

Ætti að láta merkingu belgjanna tengjast viðkomandi leiksvæði án þess að eltast við nákvæma teikningu, eða hafa þetta sem næst raunstaðsetningu í dag?

bkv,
Sveinn í Felli

*: Sundlaugargaðurinn á Akureyri virðist vera stokkaður upp á sirka 15-20 ára fresti.

Þann 31.7.2020 21:38, skrifaði Jóhannes Birgir Jensson:
Sæl verið þið

Einhver er búinn að búa til ærslabelgjakort eftir minni - gögnin eru ekki til 
staðar á OSM að mestu
og ég er því að bæta við þeim sem ég veit um.

Fyrir belginn sjálfann notum við playground=cushion (ég set punkt) og hann er 
oftast innan svæðis
sem er leisure=playground

Ærslabelgjakortið: https://belgir.eggald.in (https://belgir.eggald.in/)

Leikvellir https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:playground 
(https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:playground)


_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to