Re: [Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

2018-02-06 Thread Sveinn í Felli
Sæll, Það var nú ekkert mjög alvarlegt sem var að í iD-ritlinum; strengir eins og "Bætti hnút við leið." --> "Bætti hnúti við leið." og "Íbúahúsnæði" --> "Íbúðarhúsnæði". Svo þegar notuð eru mörg mismunandi orð fyrir eitthvað hugtak, hefur maður tilhneigingu til að vilja nota helst sama orðið

Re: [Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

2018-02-05 Thread Jóhannes Birgir Jensson
Sæll Sveinn. Ég byrjaði á að þýða iD en náði ekki að halda í við nýjar og nýjar útgáfur. Það væri áhugavert að vita hvað var þar sem þú taldir að væri beinlínis rangt eða villandi, og hver samræmdi listinn er sem þú ferð eftir. Svo má minna á orðanefnd LÍSU sem hefur gefið út orðalista: http

Re: [Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

2018-02-05 Thread Sveinn í Felli
Takk fyrir svarið; > Ég er einn af þeim sem forðast hreinlega að nota viðmót á íslensku ef > enskan er í boði. Þú ert ekkert einn um þetta, sérstaklega úr 'eldri' kynslóðum tölvunotenda (svo hafa menn áhyggjur af íslenskuumhverfi barna?). Vaninn er sterkur, það hefur lengi þótt erfitt að kenna

Re: [Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

2018-02-02 Thread Svavar Kjarrval
Hæ. Ég er einn af þeim sem forðast hreinlega að nota viðmót á íslensku ef enskan er í boði. Fyrir því hafa aðallega verið tvær ástæður: 1. Ég á hreinlega erfitt með að tengja sum íslensk hugtök við það sem þarf að gera, sérstaklega ef um er að ræða sérhæfð/sjaldgæf hugtök. Á sérstaklega við þegar

[Talk-is] Íslenskar þýðingar í OSM

2018-02-02 Thread Sveinn í Felli
Sælt veri fólkið, Þið hafið kannski orðið vör að undanförnu við nýjar og breyttar þýðingar í OSM-umhverfinu (og hugsanlega einnig MediaWiki), og er þá undirritaður sjálfsagt sökudólgurinn. Ég er ekkert að gera ferla í OSM, en rakst á nokkrar þýðingar sem ekki samræmdust öðrum forritum af svipu