Hæ.

Var að vinna við að breyta Flugvallarveginum og Hlíðarfæti í 101 
Reykjavík og tók eftir rosalegri skekkju í þeim gögnum sem voru áður. 
Samkvæmt OFP liggur Hlíðarfótur í gegnum staðinn þar sem Háskólinn í 
Reykjavík er núna. Í framhaldinu ákvað ég að eyða út viðeigandi OFP 
hnútum og skipti út fyrir þá sem ég vann út frá gögnum sem ég safnaði 
fyrir þrem dögum. Veit ekki hvort þetta hafi verið vegna þess að 
vegurinn hafi verið þarna en ekki lengur eða það sé vegna rangrar 
ályktunar á gögnum.

Tók einnig eftir skekkjum þegar ég hlóð inn gögnum sem ég safnaði í gær 
í Hafnarfirðinum. Þótt OSM gögnin voru ekki nákvæmlega eins og þau sem 
ég safnaði voru þau samt sem áður gróflega séð nokkurn veginn eins á 
meðan OFP gögnin innihéldu miklar skekkjur á flestum stöðum. Von er á 
gögnunum á næstu dögum og um leið eyðingu viðeigandi OFP hnúta.

Vildi bara láta vita af þessu svo það sé ekki lagt of mikið traust á OFP 
hnútana.

Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (sva...@kjarrval.is)
s. 863-9900



Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
> 2010/1/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason <ava...@gmail.com>:
>   
>> Eftir nokkrar tilraunir á tilraunaþjóninum er ourFootPrints.de
>> innflutningurinn hafinn fyrir alvöru:
>>
>>    http://www.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits
>>
>> Þetta ætti að taka nokkrar klukkustundir og verður eflaust lokið í
>> kringum miðnætti.
>>
>> Vinsamlegast ekki raska neinu á kortinu á meðan, sérstaklega þessum
>> ókláruðu gögnum. Annars fer innflutningsforritið kannski að gráta.
>>     
>
> Þetta er allt komið inn núna:
> http://www.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits
>
> Nú þarf bara að vinna úr þessu öllu.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>   

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to